Áni ræktun ehf.

- ánamaðkamold, íslenskur ofuráburður -

Um ánamaðkamold

17th October 2012 023Ánamaðkar eru mikilvægur hlekkur í vistkerfinu.  Þeir eru mikilvirkir í að brjóta niður lífrænan úrgang og breyta honum í næringarríkan jarðveg fyrir allan gróður.

Víða erlendis eru ánamaðkar notaðir til að eyða lífrænum úrgangi frá stórum og smáum byggðum.  Förgun slíks úrgangs er annars mjög kostnaðarsöm. Moldin sem til fellur er síðan notuð til að bæta jarðveg á ræktunarlöndum samfélagsins, hvort sem er á stórum ökrum eða litlum blómapottum.

Framleiðsla á ánamaðkamold er mjög vinsæl sem hluti af jarðgerðarferli bæði í Bandaríkjunum og Kanada.  Fólk kemur sér upp aðstöðu til að endurvinna lífrænan úrgang með því að nota ánamaðka í stað hinnar hefðbundnu rotnunar sem við þekkjum.

 

Áni ræktun ehf. - Árbakka, Hróarstungu - 701 Egilsstaðir - Guðmundur Aðalsteinsson - Sími: 899 6682 - Netfang: gvendur(hjá)simnet.is