Áni ræktun ehf.

- ánamaðkamold, íslenskur ofuráburður -

Hvað er ánamaðkamold ?

3Ánamaðkamold er íslenska þýðingin á Vermicompost eða Wormcast.  Moldin framleidd þannig að ánamaðkar eru látnir brjóta niður lífrænan úrgang af ýmsu tagi og breyta honum þannig í næringarríka mold sem inniheldur engin aukaefni eða eiturefni.

Moldin er létt í sér og hentar vel sem íblöndun í blómapotta og matjurtapotta.  Einnig má hræra hana saman við vatn og nota sem vökvunaráburð.

Moldin hentar vel sem áburður á trjáplöntur og runna, bæði í görðum og í skógræktarlöndum.

Víða erlendis er hún notuð á golfvelli og flatir í skemmtigörðum þar sem gras þarf að vera sérstaklega þétt og laust við mosa.

Engin innflutt efni eru notuð og ánamaðkarnir eru þeir sömu og við þekkjum úr íslenskri náttúru.

Áni ræktun ehf. - Árbakka, Hróarstungu - 701 Egilsstaðir - Guðmundur Aðalsteinsson - Sími: 899 6682 - Netfang: gvendur(hjá)simnet.is