Áni ræktun ehf.

- ánamaðkamold, íslenskur ofuráburður -

Áni ræktun ehf

LoftmyndÁni ræktun ehf er einkahlutafélag sem hefur það að aðalmarkmiði að þróa og framleiða ánamaðkamold úr íslenskum efniviði.

Framleiðslan fer fram á Árbakka í Hróarstungu á Héraði, en þar býr Guðmundur Aðalsteinsson.  Hann, ásamt fleiri smærri hluthöfum, hafa þróað og framleitt ánamaðkamold til að auka gæði jarðvegs og þar með vöxt og þroska plantnanna.

Guðmundur er með skógrækt á jörð sinni, Árbakka, en þar er jarðvegur frekar sendinn og næringarsnauður, enda á bökkum Jökulsár á Dal.  Árangur hans í skógrækt er þó síst verri en á jörðum sem taldar eru henta betur til skógræktar.

 

 

Áni ræktun ehf. - Árbakka, Hróarstungu - 701 Egilsstaðir - Guðmundur Aðalsteinsson - Sími: 899 6682 - Netfang: gvendur(hjá)simnet.is